Fons keypti bréf Gnúps í FL Group

Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar, keypti í dag 826 milljónir hluta í FL Group af eignarhaldsfélaginu Gnúpi á genginu 12,1 og námu viðskiptin því tæpum 10 milljörðum króna. Um er að ræða tæplega 6,1% eignarhlut í FL Group og er atkvæðisréttur Fons í FL Group 10,76% eftir viðskiptin.

Lokagengi hlutabréfa FL Group var 11,32% í dag. Útboðsgengi í nýlegu hlutabréfaútboði félagsins var 14,7. Gnúpur á eftir 334 milljónir hluta í FL Group, sem er 2,46% af heildarhlutafé.

Gnúpur tilkynnti í dag, að félagið hefði náð samkomulagi við lánardrottna um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins sem feli í sér að stór hluti eigna hafi verið seldur, dregið hafi verið úr skuldsetningu og rekstur dreginn saman.

Eigendur Gnúps eru Fjárfestingafélagið Brekka, sem er  í eigu Þórðar
Más Jóhannessonar, en það á 5,6%, félög í eigu Magnúsar Kristinssonar, sem eiga 47,2% og félög í eigu Kristinns Björnssonar og fjölskyldu, sem eiga samtals 47,2%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK