Lækkun gekk til baka

Lækkun á verði hlutabréfa gekk að hluta til baka í Kauphöll Íslands síðdegis eftir að bandaríski seðlabankinn tilkynnti að ákveðið hefði verið að lækka vexti um 0,75 prósentur. Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 0,79% og er 5.277 stig.

Bréf Century Aluminium hækkuðu um 2,74%, FL Group um 0,79% og Bakkavarar um 0,79%. Bréf SPRON lækkuðu um 6,06% og Exista um 5,56%. 

Hlutabréf hækkuðu í flestum kauphöllum Evrópu í dag. Norrænu OMX hlutabréfavísitölurnar hækkuðu m.a. um 2,5-4,2% og FTSE vísitalan í Lundúnum um 2,96%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK