Dótturfélag Nýherja kaupir ráðgjafarfyrirtæki

Sverrir Vilhelmsson

AppliCon AB í Svíþjóð, sem er í eigu Nýherja hf., skrifaði í dag undir samning um kaup á öllum hlutabréfum í sænska fyrirtækinu Marquardt & Partners AB.

Kaupin eru í samræmi við þá stefnu AppliCon að útvíkka þjónustu sína á sviði hugbúnaðarlausna fyrir fjármálafyrirtæki í Norður-Evrópu, samkvæmt tilkynningu.

Marquardt & Partners er ráðgjafarfyrirtæki á sviði upplýsingatækni og sérhæfir sig í innleiðingu hugbúnaðar, ráðgjöf og þjónustu við fjármálafyrirtæki. Fyrirtækið var stofnað árið 1995 og er með aðsetur í Stokkhólmi. Þar starfa yfir 20 ráðgjafa.

AppliCon rekur skrifstofur í þremur löndum auk Íslands, í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð.

Í kjölfar kaupanna verður starfsemi Marquardt & Partners og AppliCon AB sameinuð undir merkjum síðarnefnda fyrirtækisins. Verða starfsmenn AppliCon AB 32 talsins eftir sameininguna. Allir lykilstjórnendur Marquardt & Partners flytjast yfir til AppliCon ásamt öðru starfsólki fyrirtæksins. Arne Nabseth er framkvæmdastjóri AppliCon AB.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK