Lækkun Úrvalsvísitölunnar 20,1% frá áramótum

Úrvalsvísitalan lækkaði um 4,48% í dag og er lokagildi hennar 5.050,71 stig. Það er mesta lækkun á einum degi frá 4. apríl árið 2006 og sú þriðja mesta frá ársbyrjun 1998.

Úrvalsvísitalan fór í dag undir 5.000 stiga múrinn í fyrsta skipti síðan 21. nóvember árið 2005. Frá áramótum hefur vísitalan lækkað um 20,1% sem merkir að lækkun ársins er orðin meiri en allt árið 2000 sem hingað til hefur verið lakasta árið á innlendum hlutabréfamarkaði. 

Exista lækkaði um 11,03%, SPRON um 7,57%,  Eimskip um 6,42%, Bakkavör 5,29%, Kaupþing 4,88% og Glitnir um 4,07%. Tvö félög hækkuðu Atlantic Petroleum um 4,15% og Alfesca um 0,15% í litlum viðskiptum.

Í Hálf fimm fréttum Kaupþings kemur fram að innlendur markaður náði hámarki þann 18. júlí í fyrra þegar vísitalan rétt rauf níu þúsund stiga múrinn. Tók hún þá að lækka þótt lækkunarþunginn hafi ekki færst í aukana fyrr en á síðustu vikum ársins. Frá því í nóvemberbyrjun hefur vísitalan lækkað um 37,8% eða um rúm 3.100 stig. Sex félög hafa lækkað um meira en 30% það sem af er ári: Exista (-40,8%), SPRON (-38,4%), Atlantic Petroleum (-37,6%), Flaga Group (-35,3%), FL Group (-32,9%) og Icelandic Group (-30,8%).


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK