Kaupþing seldi aröbum 2% hlut

Viðskipti með um 2% hlut í Kaupþingi voru gerð í Kauphöllinni í Stokkhólmi í fyrradag, kl. 9.11 að staðartíma, á genginu 72,9 (sænskar krónur á hlut), fyrir samtals tæplega 11 milljarða íslenskra króna.

Viðskiptin jafngilda því að veittur hafi verið um 14% afsláttur frá því verði sem bréf í Kaupþingi fóru á fyrir og eftir viðskiptin, en þau viðskipti voru á genginu 84,5 og 84,75.

Kaupþing annaðist bæði sölu og kaup en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var Kaupþing hér að kaupa fyrir arabíska fjárfesta, sem sagðir eru vera frá Katar.

Athygli vekur að Kaupþing fer aftur þá leið að selja erlendum fjárfestum hlut í bankanum á undirverði því í hlutafjárútboði bankans í nóvember 2006 þar sem gefnar voru út 66 milljónir nýrra hluta á genginu 750 kr. fyrir hlutinn sem jafngilti þá um 7% afslætti frá markaðsgengi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK