Með um 3% hlut í FL Group

mbl.is

Hlutur lífeyrissjóða í FL Group er nú um 3% og jókst til muna í kjölfar þess að tveir stórir lífeyrissjóðir, Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 (LB), tóku þátt í hlutafjárútboði fyrirtækisins í lok síðasta árs. Þriðji lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður verslunarmanna (LV), tók ekki þátt í útboðinu, en hefur þó aukið hlut sinn í FL Group á nýja árinu. Spurðir hvers vegna þeir tóku þátt í útboðinu, eða tóku ekki þátt í því, í tilfelli LV , segja talsmenn lífeyrissjóðanna að þeir tjái sig ekki um fjárfestingarstefnu sinna sjóða.

Gildi, Lífeyrissjóður verslunarmanna og LB, en það eru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga, eiga samtals 2,93% hlut í FL Group og eru í hópi 20 stærstu hluthafa FL Group. Fyrir hlutafjáraukningu 20. desember áttu sjóðirnir samtals um 2,24% í FL Group.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK