Annar veltumesti mánuðurinn með skuldabréf

Velta með skuldabréf nam 372 milljörðum í febrúar Kauphöll OMX á Íslandi og er mánuðurinn sá annar veltumesti frá upphafi. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins er heildarvelta með skuldabréf orðin 1.055 milljarðar sem er um 43% af heildarveltu ársins í fyrra.

Á skuldabréfamarkaðinum er það Kaupþing banki sem er með mestu veltuhlutdeildina eða um 34%, næst kom Glitnir banki með um 14,74% og Landsbankinn með 14,68%.

Ekki jafn lítil velta með hlutabréf frá því í nóvember 2006

Lítil velta var með hlutabréf í Kauphöll OMX í síðasta mánuði eða um 133 milljarðar og hefur ekki verið minni síðan í nóvember 2006. Mest voru viðskipti með bréf Kaupþings (58 milljarðar) og Glitnis (28 milljarðar).

365 lækkaði mest

Úrvalsvísitalan lækkaði um 10,6% í mánuðinum. Mest lækkun í mánuðinum var með bréf 365(21,8%), SPRON (21,1%) og Bakkavör Group (18,4%). Bréf Century Aluminum og Atlantic Petrolium hækkuðu í mánuðinum, bréf Century Aluminum um 26,3% og Atlantic Petrolium um 6,1%.

Kaupþing Banki var með mestu hlutdeildina á hlutabréfamarkaði eða um 32%, næst kom Glitnir banki með 26% hlutdeild og því næst Landsbankinn með 14,6% hlutdeild.

Ávöxtunarkrafa skuldabréfa sveiflaðist töluvert í mánuðinum. Það má að einhverju leyti rekja til mismunandi væntinga til vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands sem hélt stýrivöxtum óbreyttum þann 14. febrúar síðastliðinn sem og væntinga til verðbólgu.

Krafa verðtryggðra bréfa lækkaði í mánuðinum en krafa óverðtryggða hækkaði. Þetta má að einhverju leyti rekja til aukinnar og meiri verðbólgu en flestir höfðu spáð, samkvæmt yfirliti frá OMX.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK