66° Norður reisa verksmiðju í Kína

Næsta skref fataframleiðandans 66° Norður er að reisa eigin verksmiðju í Kína, en hluti af fatalínu fyrirtækisins er nú þegar framleiddur í verksmiðjum þar í landi. Sigurjón Sighvatsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir í samtali við Morgunblaðið að stefna 66° Norður sé að hafa sem flesta þætti starfseminnar á eigin hendi, enda fylgi því betri yfirsýn og stjórn á framleiðslu og gæðaeftirliti. Því sé bygging verksmiðju í Kína eðlilegt næsta skref fyrir fyrirtækið og ætti ekki að kosta mikið.

Segir hann að núverandi verksmiðjur 66° Norður í Litháen verði starfræktar áfram.

Velta fyrirtækisins tvöfaldaðist á milli áranna 2005 og 2007 úr einum í tvo milljarða króna og gert er ráð fyrir áframhaldandi vexti og veltu upp á 2,5 milljarða króna í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK