Hækkun álverðs 34%

Verð á áli hefur hækkað um 34% það sem af …
Verð á áli hefur hækkað um 34% það sem af er ári. mbl.is/ÞÖK

Verð á áli hefur hækkað um 34% það sem af er þessu ári, að miklu leyti vegna raskana á framleiðslu í Kína og Suður Afríku. Í Kína olli versta vetrarveður í 50 ár rafmagnsleysi sem truflaði álframleiðslu og í Suður Afríku veldur skortur á raforku því að álver fá ekki næga orku til að skila fullum afköstum.

Hækkun álverðs endurspeglar einnig verðhækkun á aðföngum s.s. raforku, báxíti og súráli. Þá hafa veiking Bandaríkjadals og slæmar verðbólguhorfur valdið mikilli ásókn fjárfesta í ýmsar hrávörur, ekki síst málma. Síðast en ekki síst er búist við mikilli spurn eftir áli í Kína á næstunni vegna truflana á framleiðslu þar og er jafnvel talið að Kína, stærsti álframleiðandi heims, muni flytja meira inn en út af áli á þessu ári, að því er segir í Morgunkorni Glitnis.

„Skoðanir eru mjög skiptar meðal greiningaraðila um það hvort það háa verð sem nú er á málmum sé komið til að vera. Sumir telja að ekki sé hægt að viðhalda verðinu nú þegar samdráttur er yfirvofandi í alþjóðahagkerfinu á meðan aðrir telja að þörf nýmarkaðsríkja fyrir að byggja upp innviði sína sé líkleg til að standa undir eftirspurn eftir málmum um komandi ár.

Fjárfestar hafa í auknum mæli keypt málma í stað verðbréfa undanfarið vegna veikingar Bandaríkjadals og versnandi verðbólguhorfa. Hafa góðmálmar skilað sex til tuttugufalt meiri ávöxtun en bandarísk ríkisskuldabréf á þessu ári. Þannig náði verð á gulli sögulegu hámarki  í London í morgun samtímis því að dalurinn var í sögulegu lágmarki gagnvart evru. Hefur gull hækkað í verði um tæp 19% á þessu ári, kopar um 32% og silfur um tæp 43%," að því er segir í Morgunkorni Glitnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK