Krónan styrkist um 4,23%

mbl.is

Krónan hefur styrkst um 4,23% það sem af er degi en alls nema viðskipti á millibankamarkaði 52 milljörðum króna. Gengisvísitalan stóð í 157,20 stigum við upphaf viðskipta í morgun en er nú 150,55 stig. Evran er 116,81 króna, Bandaríkjadalur er 74,93 krónur og pundið 149,36 krónur.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 3,5% en Kaupþing hefur hækkað um 6%. Nema viðskipti með Kaupþing 4,5 milljörðum þar af eru ein viðskipti upp á 3,6 milljarða króna. Alls nema viðskipti með hlutabréf 6,5 milljörðum króna í kauphöllinni en 16,8 milljarða króna viðskipta hafa verið með skuldabréf.

FL Group hefur hækkað um 3,4%, Glitnir um 3,1% og Landsbankinn um 2,7%. Skipti hafa lækkað um 12,1% í einum viðskiptum, Eik banki hefur lækkað um 3,5% og Teymi um 1,6%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK