Gengi krónunnar lækkar

mbl.is

Gengi krónunnar hefur veikst um 1,75% það sem af er degi en gengisvísitalan stendur nú í 154,30 stigum. Gengisvísitalan fór hæst í 155,25 stig sem er veiking upp á rúm 2% frá lokagildi gærdagsins sem var 151,85 stig. Alls nema viðskipti á millibankamarkaði 19,6 milljörðum króna frá því að gjaldeyrisviðskipti hófust klukkan níu í morgun. Bandaríkjadalur stendur í 76,30 krónum, evran er 120 krónur og pundið 152,78 krónur.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,5% frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands klukkan 10 en Kaupþing hefur hækkað mest eða um 1,5%. Össur hefur hækkað um 0,7% og Glitnir um 0,6%. Hlutabréf Atlantic Airways hafa lækkað um 3% í einum viðskiptum en FL Group hefur lækkað um 1,4%.

Í Ósló hefur hlutabréfavísitalan hækkað um 0,5%, Kaupmannahöfn 0,07% en í Stokkhólmi hefur hlutabréfavísitalan lækkað um 0,4% og í Helsinki 0,07%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur lækkað um 0,2%. 

Í Kauphöllinni í Lundúnum hefur FTSE vísitalan lækkað um 0,51%, DAX hefur lækkað í Frankfurt um 0,21% og í París nemur lækkun CAC hlutabréfavísitölunnar 0,38%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK