Hlutabréf og króna á niðurleið

Reuters

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,65% frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands klukkan 10. Teymi hefur lækkað mest eða um 1,3%, Glitnir 1,13%, Landsbankinn 1% og SPRON 0,93%. Ekkert félag hefur hækkað það sem af er degi.

Gengi krónunnar hefur veikst um 2,35% og er gengisvísitalan 157 stig en var 153,40 við upphaf viðskipta klukkan 9 í morgun. Gengi Bandaríkjadals er 77,45 krónur, evran er 122,35 krónur og pundið 154,65 krónur.

Í Ósló hefur hlutabréfavísitalan hækkað um 1,3% og Helsinki 0,2%. Í Kaupmannahöfn hefur hlutabréfavísitalan lækkað um 0,02% og Stokkhólmi 0,13%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur lækkað um 0,05%.

Í Lundúnum hefur FTSE vísitalan hækkað um 0,18%, í Frankfurt hefur DAX vísitalan hækkað um 0,2% og í París nemur hækkun CAC 0,09%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK