Sænskur vodki verður franskur

Franskt fyrirtæki hefur keypt sænska ríkisfyrirtækið sem m.a. framleiðir Absolut …
Franskt fyrirtæki hefur keypt sænska ríkisfyrirtækið sem m.a. framleiðir Absolut vodka.

Franski áfengisframleiðandinn Pernod Ricard hefur gert samning við sænska ríkið um að kaupa sænska ríkisáfengisframleiðandann Vin & Sprit, sem m.a. framleiðir Absolut vodka. Sænska ríkið fær 55 milljarða sænskra króna, jafnvirði 720 milljarða íslenskra króna í sinn hlut fyrir söluna.

Pernod Ricards framleiðir m.a. Jameson og Chivas Regal viskí, Havana Club romm og Martell  koníak, Mumm kampavín og  Jacob's Creek rauðvín. Absolut er langstærsta vörumerki Vin & Spirit og má rekja um helming af 160 milljarða íslenskra króna ársveltu sænska fyrirtækisins til sölu á þessum vodka.

Pernod Ricard segir í tilkynningu, að mikil samlegðaráhrif muni nást vegna kaupanna innan 2-4 ára og eru þau metin á 124-150 milljónir evra árlega.

Margir höfðu áhuga á að kaupa sænska fyrirtækið, þar á meðal Investor, fjárfestingarfélag Wallenbergfjölskyldunnar og fjölskyldufyrirtækið Bacardi, sem skráð er á Jamaíka. Ljóst þótti, að það var einkum vörumerkið Absolut, sem fyrirtækin sóttust eftir.

Sænska ríkisstjórnin, sem tók við veturinn 2006, boðaði að tiltekinn fjöldi sænskra ríkisfyrirtækja yrði einkavæddur, þar á meðal Vin & Sprit.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK