Hvetja stjórnvöld til að vera á verði gagnvart verðbólgunni

Dominique Strauss-Kahn, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF.
Dominique Strauss-Kahn, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF. Reuters

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (IMF) hvatti í dag ríkisstjórnir til þess að fylgjast vel með verðbólgu á meðan glímt er við vandann sem ríkir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Um helgina fer fram í Washington fundur fulltrúa 185 ríkja sem eiga aðild að sjóðnum. 

Telur sjóðurinn nauðsynlegt að ríkin eigi með sér náið samstarf í glímunni við þau vandamál sem steðja að efnahag ríkjanna.

Samþykkt var að IMF muni styrkja hlutverk sjóðsins í að koma á fjármálastöðugleika og sameiginlegri peningamálastefnu. Í þróunarlöndunum eigi að halda áfram að tryggja stöðugleika í verðlagi á matvælum næstu mánuðum en víða í nýmarkaðslöndunum sem og þróunarríkjunum hefur verð á matvælum hækkað umtalsvert sem og eldsneytisverð.

Andstæðingar hnattvæðingar komu saman fyrir utan fund IMF
Andstæðingar hnattvæðingar komu saman fyrir utan fund IMF Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK