Vogunarsjóðir valda víða vandræðum

Stórir vogunarsjóðir valda víðar búsifjum en hér á landi ef marka má frétt kanadíska blaðsins National Post, sem birtist um helgina.

Í upphafi fréttarinnar segir frá lögfræðingnum Paul Rivett, sem réð sig til tryggingafélagsins Fairfax Financial í Toronto fyrir um fjórum árum. Síðla sumars 2004 fór Rivett að gruna að ekki væri allt með felldu þar sem mikill fjöldi greiningarskýrslna birtist um Fairfax, en taka ber fram að félagið er skráð í kauphöllina í New York. Mikið var af rangfærslum í skýrslunum en tryggingafélagið hafði átt í erfiðleikum um nokkurra ára skeið, m.a. þar sem það hafði gert tvær stórar og dýrar yfirtökur sunnan landamæranna. Mikið flökt var á gengi bréfa félagsins en eins og oft á við um tryggingafélög er velgengni þess að stórum hluta háð því orðspori sem af félaginu fer.

Rivett tók að kanna málið og komst m.a. að því að í engu félagi sem skráð er í New York hafði verið tekið jafnmikið af skortstöðum og Fairfax og um leið veðjað á fall hlutabréfa félagsins. Hann gerði sér þá, að eigin sögn, grein fyrir því að vegið væri að félaginu og reyndi að gera yfirboðurum sínum grein fyrir því. Í fyrstu talaði hann fyrir daufum eyrum en að lokum fékk hann sínu framgengt og í júlí 2006 stefndi Fairfax nokkrum stærstu og áhrifamestu vogunarsjóðunum á Wall Street.

Málaferlin standa enn yfir og enn sér ekki fyrir endann á þeim en eins og NP bendir á hefur margt breyst. Nú um stundir eru kjöraðstæður fyrir ósvífnar Gróur á Leiti til þess að koma af stað orðrómi til þess að hagnast á því og hafa eftirlitsaðilar „frá Íslandi til Singapúr nýlega kvartað undan vogunarsjóðum.“

Í hnotskurn
» Bandaríska fjármálaeftirlitið, SEC, rannsakar nú hvort vogunarsjóðir hafi dreift ósönnum orðrómi um fjárfestingarbanka á borð við Bear Stearns og Lehman Brothers með það að markmiði að fella gengi hlutabréfa þeirra.
» Orðrómur um slæma stöðu Bear Stearns varð bankanum að falli. Mikil skortsala átti sér stað með bréf bankans dagana áður.
» Bresk fjármálayfirvöld kanna einnig hvort atlaga hafi verið gerð að HBOS-bankanum. Gengi hlutabréfa í bankanum féll um 20% í kjölfar þess að ósannur kvittur komst á kreik.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK