S&P segir Ísland veikast fyrir

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's segir í nýrri skýrslu, að Ísland sé það nýmarkaðsland, sem sé viðkvæmast sé fyrir áhrifum lausafjárkreppunnar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Almennt séð séu svonefndir nýmarkaðir í Austur-Evrópu viðkvæmastir en hagkerfi í Asíu og Suður-Ameríku standi mun betur.

Vitnað er í skýrslu S&P í frétt Tompson og segir þar, að meta megi stöðu hagkerfanna, ef lausafjárkreppan versnar, í beinu samhengi við það hve háð þau eru erlendu lánsfjármagni til að fjármagna viðskipta- og fjárlagahalla.

„Við teljum að ríki í Austur-Evrópu séu berskjölduð en ríki í Asíu og Suður-Ameríku, sem búa við jákvæðan viðskiptajöfnuð og mikinn gjaldeyrisforða, séu almennt betur varin gegn þeim fjármunaskorti, sem gæti verið framundan ef staða alþjóðlegra efnahagsmála versnar enn," segir í skýrslunni.

Í skýrslunni segir, að Ísland sé veikast fyrir af svonefndum nýmarkaðsríkjum í Evrópu en þar á eftir komi Rúmenía, Líbanon og Tyrkland. Chile stendur hins vegar best og þar á eftir komi Kína og olíuríkin Venesúela, Trínidad ogTobago, og Nígería. Olíuríkið Rússland er eina evrópska nýmarkaðslandið sem kemst í þann hóp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK