Yang: Tilboð Microsoft of lágt

Yahoo! hefur hafnað yfirtökutilboði Microsoft
Yahoo! hefur hafnað yfirtökutilboði Microsoft Reuters

Forstjóri Yahoo, Jerry Yang, er sannfærður um að fyrirtækið sem hann stofnaði í Kísildalnum fyrir fjórtán árum sé meira virði en Microsoft var reiðubúið til að greiða. Tilboð Mircosoft hljóðaði upp á 47,5 milljarða Bandaríkjadala.

En nú á Yang eftir að sannfæra bandarískan fjármálamarkað um að þetta sé rétt mat. Ef honum tekst það ekki eru greiningardeildir á því að hann verði að segja af sér forstjórastarfinu eða að taka til greina að samþykkja yfirtökutilboð Microsoft ef til þess kemur að félagið geri nýtt tilboð.

Þetta setur sannarlega þrýsting á Jerry Yang að sýna fjárfestum afkomu sem þeir sætta sig við, segir Scott Kessler, sérfræðingur hjá Standard & Poor's í samtali við AP fréttastofuna. Er Kessler sannfærður um að einhverjir hluthafar eigi eftir að selja hlut sinn þar sem ólíklegt sé að verð hlutabréfa í Yahoo eigi eftir að haldast jafn hátt og það var á föstudag. Hlutabréf Yahoo hafa hækkað um 50% frá því að Microsoft lagði fyrst fram óformlegt yfirtökutilboð í Yahoo þann 31. janúar sl. Telur Kessler ólíklegt annað en bréfin eigi eftir að lækka og jafnvel ná sínu fyrra gildi á ný.

Hins vegar telja flestir sérfræðingar á hlutabréfamarkaði sem AP fréttastofan ræddi  við að hlutabréf Microsoft eigi eftir að hækka í verði í dag. Microsoft hefur lækkað um 10% frá því að yfirtökutilboðið í Yahoo var gert.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK