Bankarnir inn úr kuldanum

Íslensku bankarnir koma inn úr kuldanum, segir í fyrirsögn á frétt Financial Times um helgina, þar sem blaðamaðurinn David Ibison fjallar um uppgjör Kaupþings, Landsbankans, Glitnis og Straums eftir fyrsta ársfjórðung þessa árs.

Þar segir að bankarnir hafi á fyrstu mánuðum ársins ekki farið varhluta af óróanum á alþjóðamörkuðum. Þrátt fyrir orðróm um áhlaup á bankana og meintar árásir vogunarsjóða hafi þeim með uppgjörum sínum tekist að sýna gagnrýnendum að allt tal um hrun í bankakerfinu hafi ekki átt við rök að styðjast. Uppgjörin á síðustu vikum hafi verið það góð að sennilega sé mesti „bankastormurinn“ að baki. Miðað við alþjóðlega viðmiðun hafi íslensku bankarnir sýnt með uppgjörum sínum trausta stöðu og þeir séu vel fjármagnaðir. Rekstur þeirra sé mun hefðbundnari en orðspor þeirra gefi til kynna.

Í frétt Financial Times er greint frá helstu niðurstöðum í uppgjöranna bankanna, auk þess sem vitnað er í nýlega skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika á Íslandi. Einnig er greint frá falli krónunnar og jákvæðum áhrifum hennar á fjárhag bankanna. Rætt er við sérfræðinga hjá matsfyrirtækjunum Fitch Ratings og Standard & Poor's, sem bæði benda á jákvæð uppgjör bankanna og um leið hve háðir þeir séu erlendri fjármögnun. Þá er vitnað í sérfræðing á greiningardeild UBS, Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, og Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra Landsbankans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK