Þing Grænlands samþykkir álver

Höfuðstöðvar Alcoa í Pittsburgh í Bandaríkjunum.
Höfuðstöðvar Alcoa í Pittsburgh í Bandaríkjunum.

Grænlenska þingið hefur samþykkt tillögu heimastjórnarinnar um að mögulegt álver Alcoa Inc., með 340.000 tonna framleiðslugetu á ári, verði reist í Maniitsoq á vesturströnd  Grænlands. Heimastjórnin samþykkti ennfremur að leggja fjármagn til frekari sameiginlegra rannsókna vegna verkefnisins.

Í tilkynningu frá Alcoa segir, að næsti hluti rannsóknanna, sem muni standa til loka næsta árs, felist í því að kanna áhrif álvers á efnahag, samfélag og umhverfi. Á næsta ári sé einnig gert ráð fyrir að þingið fjalli um mögulegan eignarhlut Grænlands í verkefninu.

Alcoa segir, að grænlenska heimastjórnin hafi undanfarin ár kannað möguleika á því að styrkja efnahag Grænlands með nýrri iðnaðarstarfsemi. Í því sambandi hafi sérstaklega verið horft til álframleiðslu. Alcoa kom inn í verkefnið sem mögulegur samstarfsaðili um mitt ár 2006.

Ákvörðun um staðsetningu mögulegs álvers var tekin eftir rannsóknir Alcoa, heimastjórnarinnar og samfélaganna í Nuuk, Sisimiut og í Maniitsoq, sem öll hafa lýst stuðningi við verkefnið. Ef ráðist verður í byggingu álvers í Maniitsoq er áætlað að  framleiðsla hefjist 2014-2015.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK