Vangaveltur um stöðu krónunnar

Stórir erlendir fjölmiðlar hafa síðustu daga velt fyrir sér stöðu íslensku krónunnar, hvort hún muni styrkjast á ný og hvort fýsilegt sé fyrir Íslendinga að taka upp evru í stað krónunnar. Bæði blöðin Financial Times og International Herald Tribune hafa eftir sérfræðingum, að krónan muni eiga undir högg að sækja áfram þótt traust á íslenska bankakerfið virðist vera að vaxa á ný.

FT hefur eftir Ulrich Leuchtmann, sérfræðingi hjá Commerzbank, að þótt dregið hafi úr ótta við að íslenska bankakerfið hrynji muni bankarnir samt eiga í erfiðleikum með að endurfjármagna starfsemi sína og því muni þeir draga úr lánveitingum. Það muni leiða til sársaukafullrar aðlögunar íslenska hagkerfisins.

IHT hefur eftir Carl hammer, sérfræðingi hjá SEB, að íslenska krónan sé undir þrýstingi vegna þess að fjárfestar vilji ekki taka óþarfa áhættu.  

Bandaríska blaðið Wall Street Journal fjallar í dag um evruumræðuna á Íslandi og segir, að ráðamenn ræði nú þann möguleika, sem hefði verið talinn óhugsandi áður, að taka upp evru í stað krónu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK