Fleiri afskráningar mögulegar

Ekki er útilokað að fleiri rekstrarfélög yfirgefi Kauphöllina á næstunni.
Ekki er útilokað að fleiri rekstrarfélög yfirgefi Kauphöllina á næstunni. Kristinn Ingvarsson

Skuldsetning flestra íslenskra rekstrarfélaga mun verða þeim fjötur um fót og ógna arðsemi þeirra á þessu ári og því næsta komi ekki til verulegur rekstrarbati, frekari innspýting eigin fjár eða sala félaganna á eignum til lækkunar á skuldsetningu. Má því leiða að því líkur að fleiri félög fylgi í kjölfar 365 hf. og verði skráð af markaði, að mati greiningardeildar Kaupþings.

Íslensk rekstrarfélög eru mörg hver mun skuldsettari en keppinautar þeirra og þá hafa þau ekki sýnt viðunandi arðsemi á undanförnum árum. Við þetta bætist aukinn söluþrýstingur og minnkandi áhugi fjárfesta í ljósi aðstæðna á fjármála- og lánamörkuðum. Staða rekstrarfélaganna er því ekki sem best.

Í Hálffimm fréttum Kaupþings er fjallað um ástand íslenskra rekstrarfélaga með áherslu á skuldastöðu þeirra. Segir þar að þegar skuldsetning félaganna sé skoðuð sjáist að sterk fylgni sé milli neikvæðrar þróunar hlutabréfaverðs þeirra og skuldsetningar. Félögin hafi lengi getað haldið uppi háu eiginfjárhlutfalli í skjóli mikils sjóðsstreymis, en nú þegar aðgengi að lánsfé er mun erfiðara hefur þessi straumur hætt að renna og kemur það niður á skuldsetningu félaganna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK