Einn af fjórum seldi húsið með tapi

Tæplega 24% þeirra sem seldu húsnæði sitt í Bandaríkjunum síðastliðið ár töpuðu fé á viðskiptunum. Um 15% af húsnæðisviðskiptunum voru nauðungaruppboð. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Zillow Inc., sem heldur utan um upplýsingar um fasteignamarkaðinn.

Í Kaliforníu, þar sem verðlækkun hefur verið einna mest, var tap á meira en þremur af hverjum fimm húsnæðissölum. 

Þrátt fyrir vátíðindi af fasteignamarkaði vestanhafs og neikvæða umræðu á því sviði kom í ljós í annarri könnun Zillow að 62% aðspurðra að verða á húsnæði þeirra hefði staðið í stað síðastliðið ár. Þrír af hverjum fjórum töldu að eign sín myndi hækka í verði eða kosta jafnmikið næstu sex mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK