Spá 4% lækkun íbúðaverðs

Vantar minni íbúðir í hverfið Í Grafarholti er mikið af …
Vantar minni íbúðir í hverfið Í Grafarholti er mikið af óseldu húsnæði. Ástæðan er sögð að markaðurinn taki ekki við svo stóru húsnæði. ENGINN MYNDATEXTI. Árni Sæberg

Greining Glitnis spáir því að íbúðaverð muni lækka um 4% yfir þetta ár. Draga mun úr eftirspurn á íbúðamarkaði á næstu mánuðum vegna lánsfjárþurrðar, minnkandi kaupmáttar, versnandi stöðu á vinnumarkaði og væntinga um verðlækkanir íbúðarhúsnæðis. Allt þetta leggst á eitt og myndar töluverðan þrýsting til verðlækkunar.

Þá hefur framboð íbúðarhúsnæðis aukist undanfarið bæði vegna mikils fjölda nýbygginga og aukins framboðs af notuðu húsnæði. Reikna má með því að enn bætist í framboðið á næstunni sem eykur þrýsting til verðlækkunar.

„Við spáum að íbúðaverð lækki um 4% yfir næsta ár. Framhald verður á lítilli eftirspurn á markaðinum og talsverðu framboði. Atvinnuástand mun versna og kaupmáttur vaxa hægt. Aðgengi að lánsfjármagni verður heft fram eftir ári og fjármagnskostnaður hár.

Við spáum að íbúðaverð hækki um 3% árið 2010 samhliða því að ytri skilyrði íbúðamarkaðarins batna - lánsfjárframboð eykst, atvinnuástand breytist til hins betra á nýjan leik og kaupmáttur vex," að því er segir í nýrri spá greiningar Glitnis um þróun fasteignaverðs.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK