Fylgja alþjóðlegum staðli

Tómas Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri upplýsingasviðs Seðlabankans, segir Seðlabanka Íslands vinna eftir alþjóðlegum stöðlum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar viðskiptajöfnuður er reiknaður út.

Seðlabankinn var harðlega gagnrýndur í gær fyrir skekkjulið í reikningunum upp á 184 milljarða króna. Sá liður er hærri en sjálfur viðskiptahallinn upp á 128 milljarða króna.

Tómas sagði þennan skekkjulið vera til staðar í hagtölum allra ríkja. Dæmið gengi hvergi upp eins og gefið var í skyn að ætti að vera í gær.

Hann viðurkennir að skekkjan sé nokkuð stór núna og hann hafi aldrei séð skekkjuliðinn jafn stóran. „Það sem róar okkur er ef hann jafnast út yfir lengri tíma. Vegna þess að þá bendir það til þess að upplýsingar sem áttu að skila sér fyrr hafi skilað sér síðar,“ segir Tómas. Til dæmis vegi skekkjan nú upp neikvæðan skekkju síðustu fjögurra ársfjórðungsuppgjöra.

Það er ekki einsdæmi að skekkjan í greiðslujöfnuði landsins við útlönd sé svona mikil. Á fyrsta ársfjórðungi 2006 var skekkjuliðurinn neikvæður um 167 milljarða en jákvæður um 140 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi 2007. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka