Olíuverð lækkar þrátt fyrir Ike

Reuters

Verð á hráolíu hefur lækkað í dag þrátt fyrir auknar áhyggjur af því að fellibylurinn Ike geti valdið usla á olíuvinnslustöðvum í Mexíkóflóa. Verð á hráolíu til afhendingar í október hefur lækkað um 88 sent í dag og er 101,70 dalir tunnan í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York. Í gær lækkaði verð á hráolíu um 68 sent tunnan í viðskiptum á NYMEX markaðnum. Var lokaverð á hráolíu 102,58 dalir tunnan og hefur ekki verið lægra síðan 1. apríl sl.

Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í október lækkað um 62 sent tunnan og er 98,35 dalir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK