Krónan styrkist um 0,36%

mbl.is/Júlíus

Gengi krónunnar styrktist um 0,36% í dag eftir veikingu undanfarna daga. Gengisvísitalan var 168 stig við upphaf viðskipta en lokaði í 167,4 stigum. Gengi Bandaríkjadals er 89,80 krónur, evran er 127,15 krónur og pundið 160,50 krónur. Alls nam veltan á millibankamarkaði 33,7 milljörðum króna í dag samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.

Í dag voru krónubréf að nafnvirði 18 milljarðar króna á gjalddaga en í lok síðustu viku gaf hollenski bankinn Rabobank út krónubréf að nafnvirði 13 milljarða króna. Tvær smærri útgáfur, alls 9,5 milljarðar króna falla á gjalddaga síðar í mánuðinum, samkvæmt Vegvísi greiningardeildar Landsbankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK