Viðræður hjá Alitalia

Útlitið er ekki bjart hjá Alitalia.
Útlitið er ekki bjart hjá Alitalia. Reuters

Ítalska ríkisstjórnin heldur í dag fundi með fjárfestum og verkalýðsfélögum og fer yfir áætlanir um að bjarga Alitalia flugfélaginu. Félagið stefnir í að þurfa að hætta rekstri vegna skorts á eldsneyti og fjármagni.

Hugsanlegar björgunaraðgerðir fela í sér að selja fjárfestum arðvænlegar eignir félagsins sem nemur 128 milljörðum íslenskra króna um leið og laun verða lækkuð og uppsagnir taka gildi.

Ítalska stjórnin hóf milligöngu í þessu máli er beinar viðræður félagsins við verkalýðsfélög báru ekki árangur á föstudaginn.

Telur félagið að hægt sé að halda rekstrinum áfram með því að segja um 5 þúsund manns upp störfum af þeim 20 þúsund sem þar starfa sem og að gefa út nýja samninga með lægri launum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK