Krónan veiktist um 1,47%

mbl.is/Júlíus

Gengi krónunnar veiktist um 1,47% á gjaldeyrismarkaði í dag. Gengisvísitalan stóð í 167,40 stigum við upphaf viðskipta en endaði í 169,90 þegar markaðir lokuðu klukkan 16. Gengi Bandaríkjadals er 91,05 krónur, pundið er 162,85 krónur og evran 129,20 krónur. Veltan á millibankamarkaði nam 44,5 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.

Um tíma fór gengisvísitalan yfir 171 stig en hækkun vísitölunnar gekk síðan að hluta til baka. Þrát fyrir það hefur  krónan aldrei verið veikari við lokun markaða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK