Methækkun á olíuverði

Miðlarar á hrávörumarkaðnum í New York.
Miðlarar á hrávörumarkaðnum í New York. Reuters

Verð á hráolíu hækkaði um 16,37 dali tunnan á markaði í New York í dag og er það mesta hækkun á olíuverði á einum degi í sögunni. Um tíma í dag hækkaði verðið um 25 dali tunnan en lækkaði á ný undir lok viðskiptadagsins.  

Ástæða verðhækkunarinnar er m.a. sú að miðlarar telja að boðaðar aðgerðir, bandarískra stjórnvalda til bjargar fjármálastofnunum muni leiða til aukinna umsvifa í hagkerfinu og þar með aukinnar eftirspurnar eftir olíu. Einnig höfðu lækkandi gengi bandaríkjadals og tæknilegar ástæður á markaði áhrif.

Verð á hráolíu með afhendingu í október hækkaði um 16% og endaði í 120,92 dölum tunnan.  Í Lundúnum hækkaði Brent Norðursjávarolía um 6,43 dali tunnan og endaði í 106,04 dölum. 

Hækkunin í New York er m.a. rakin til þess að í kvöld voru síðustu forvöð að bjóða í olíu sem afhent verður í október. Olía, sem afhent verður í nóvember hækkaði mun minna eða um 6,62 dali og var verðið 109,37 dalir tunnan.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK