Lífeyrissjóðirnir tapa

Efnahagsástandið kemur niður á lífeyrissjóðum.
Efnahagsástandið kemur niður á lífeyrissjóðum. Kristinn Ingvarsson

Nafnávöxtun eigna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) var neikvæð um 1,6% á fyrri helmingi þessa árs vegna verðlækkana á innlendum hlutabréfamarkaði og lækkana á erlendum mörkuðum. Þetta þýðir að raunávöxtun eigna lífeyrissjóðsins var neikvæð um 8,9% á tímabilinu. Samkvæmt upplýsingum LV hefur ávöxtunin haldið áfram að dragast lítillega saman frá miðju ári í kjölfar áframhaldandi lækkana á innlendum og erlendum mörkuðum.

Þorgeir Eyjólfsson, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins, var spurður hvort hann teldi að til réttindaskerðingar mundi koma um næstu áramót: „Það mun ekki gerast nema að markaðir versni verulega frá því sem var um mitt ár,“ svaraði Þorgeir.

Vegna lækkana á mörkuðum lækkaði innlent hlutabréfasafn lífeyrissjóðsins um 24% en á sama tímabili lækkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 30,7% og erlendir hlutabréfamarkaðir lækkuðu að meðaltali um 12,1% á fyrri hluta ársins.

Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna námu 270,7 milljörðum kr. í lok júní sl.

Ekki liggja fyrir tölur um ávöxtun annarra lífeyrissjóða. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir að stóru lífeyrissjóðirnir hafi að undanförnu í töluverðum mæli flutt fjármagn sem þeir hafa fjárfest erlendis aftur heim til Íslands, svo milljörðum skipti í hverjum mánuði, og varið því til kaupa á verðtryggðum skuldabréfum.

Mikilvægt sé við núverandi aðstæður að sjóðirnir flytji peningana heim og komi þeim í verkefni sem eru bæði arðbær fyrir sjóðsfélaga og þjóðhagslega hagkvæm. Hann telur að ávöxtun lífeyrissjóða verði neikvæð á árinu en á ekki von á að skerða þurfi réttindi sjóðfélaga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Jakob Falur Kristinsson: Tap
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK