Seðlabankinn hefur gjaldeyri til sölu

Seðlabankinn festi gengið og getur selt eitthvað af gjaldeyri.
Seðlabankinn festi gengið og getur selt eitthvað af gjaldeyri. Reuters

Seðlabanki Íslands hefur fest gengi krónunnar og samkvæmt upplýsingum mbl.is þýðir það að Seðlabankinn er tilbúinn að selja gjaldeyri á þessu gengi en þó ekki ótakmarkaðað magn.

Að fengnu samþykki forsætisráðherra ákvað Seðlabankinn í morgun að eiga viðskipti á millibankamarkaði í dag á gengi sem tekur mið af gengisvísitölu 175, sem samsvarar um 131 krónu gagnvart evru. Gengisvísitalan fór upp í 230 stig í gær og gengi evru var þá skráð 172,25 krónur.

Segir Seðlabankinn, að þótt þetta gengi sé hærra en var í lok síðustu viku sé það mun lægra en samrýmist stöðugu verðlagi til skamms tíma.

Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir, að gengi krónunnar hafi fallið mikið undanfarnar vikur og sé orðið mun lægra en samrýmist jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Gripið verði til aðgerða til þess að styðja hækkun gengisins á ný og koma á stöðugleika í gengis- og verðlagsmálum. Seðlabankinn muni láta einskis ófrestað í þeim efnum.

Í samvinnu við ríkisstjórn vinnur bankinn að mótun aðgerða til þess að skapa stöðugleika um raunhæft gengi sem tryggir um leið hraða hjöðnun verðbólgu. Liður í því er efling gjaldeyrisforðans sem tilkynnt var um fyrr í morgun með láni frá Rússlandi.

Seðlabankinn segir, að unnið verði að hækkun gengisins með það að markmiði að verðbólga hjaðni hratt. Nánari tilkynningar um fyrirkomulag gengismála og gengi krónunnar verða veittar á allra næstu dögum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK