Hráolíuverð niður fyrir 80 dali

AP

Verð á hráolíu hefur lækkað mikið í dag og fór fyrr í dag niður fyrir 80 dali tunnan. Lækkaði verðið á hráolíu til afhendingar í nóvember um 7,96 dali tunnan í 78,66 dali á NYMEX markaðnum í New York í dag. Hafa viðskipti með hráolíu ekki verið á jafn lágu verði síðan þann 26. september 2007. Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 6,01 dal tunnan í 76,65 dali.

Verð á hráolíu hefur hækkað lítillega á ný og er nú 80,71 dalir tunnan. Hefur olíuverð lækkað um 45% frá því það náði hámarki í 147,27 dölum tunnan þann 11. júlí sl.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK