Höfðar mál gegn Novator

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson mbl.is/Kristinn

Gunnlaugur Pétur Erlendsson, lögmaður og fyrrum starfsmaður hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni, kaupsýslumanni, hefur höfðað mál gegn Novator, fjárfestingafélags Björgólfs Thors, fyrir Hæstarétti í Bretlandi. Segir í kæru Gunnlaugs að Novator skuldi honum tvær milljónir evra, auk vaxta, fyrir lögfræðiráðgjöf varðandi stóra viðskiptasamninga. Þetta kemur fram í frétt Daily Mail.

Þar er haft eftir talsmanni Björgólfs Thors, Ásgeiri Friðgeirssyni, að í síðustu viku hafi félagið lagt fram varnir í málinu þar sem fram kemur að ekki er fallist á neinar af kröfum Gunnlaugs á hendur Novator.

Í samtali við mbl.is sagði Ásgeir að öllum kröfum Gunnlaugs vegna viðskilnaðar við Novator hafi verið hafnað. Ásgeir segir að málið sé nú fyrir dómstólum og það sé dómara að komast að niðurstöðu.

Krafa Gunnlaugs snýr að þremur samningum sem Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors, gerði. Kemur fram í Daily Mail, að Gunnlaugur hafi verið ráðinn til Björgólfs árið 2003 til þess að veita lögfræðiráðgjöf í samningum félagsins.

Fyrsti samningurinn var gerður árið 2003 er Novator keypti 70% hlut í tékkneska símafélaginu Ceske Radiokomunikace á 120 milljónir punda. Eftir endurskipulagningu þremur árum síðar var hluturinn í tékkneska félaginu seldur á 942 milljónir punda. Gunnlaugur segir að ráðgjöf sín á sviði skattamálum félagsins hafi haft úrslitaþýðingu um hve mikill hagnaðurinn var af sölunni.

Annar samningur laut að kaupum Novator á 65% hlut í búlgarska símanum fyrir ótilgreinda fjárhæð. Árið 2007 var hluturinn seldur á 855 milljónir punda.

Þriðji samningurinn er um fjárfestingu í  símafyrirtækinu Elisa árið 2005. Samkvæmt stefnu Gunnlaugs var hluturinn seldur á 311 milljónir punda, eða þrefalt þá fjárhæð sem hann var keyptur á, samkvæmt frétt Daily Mail.

Gunnlaugur krefst þess að fá greidda bónusa fyrir hvern samning upp á 790 þúsund pund en hann segist aðeins hafa fengið greidd 790 þúsund pund í mars og því eigi hann enn inni 1,58 milljónir punda auk vaxta.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK