Gott uppgjör hjá Google

AP

Hagnaður bandarísku netveitunnar Google jókst um 26% á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra og var mun meiri en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir. Þykir þetta renna stoðum undir fullyrðingar forstjóra félagsins, að auglýsingakerfi Google virki vel þótt dragi úr umsvifum í hagkerfinu.

Hagnaður Google nam 1,35 milljörðum dala eða 4,24 dölum á hlut en var 1,07 milljarðar dala , 3,38 dalir á hlut, á sama tímabili í fyrra. Google sagði, að ef ekki hefðu komið til greiðslur vegna kaupréttarákvæða starfsmanna hefði hagnaðurinn numið 4,92 dölum á hlut.

Tekjur Google námu 5,54 milljörðum dala og jukust um 31% milli ára. Eftir að hafa dregið frá auglýsingaumboðslaun námu tekjurnar 4,04 milljörðum, um 20 milljónum dala undir áætlunum sérfræðinga.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK