Nánast engin viðskipti í Kauphöll Íslands

Brynjar Gauti

Nánast engin viðskipti hafa verið með hlutabréf í Kauphöll Íslands frá því hún opnaði klukkan tíu. Nemur veltan 1,2 milljónum króna og hafa aðeins verið viðskipti með tvö félög, Bakkavör sem hefur lækkað um 10,87% og Össur sem hefur lækkað um 1,75%. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,73% og er 653,69 stig.

Enn er í gildi ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 06.10.2008 um tímabundna
stöðvun viðskipta með alla fjármálagerninga sem útgefnir eru af Glitni banka, Kaupþingi banka, Landsbanka Íslands, Exista, Straumi
fjárfestingarbanka og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis.

Í Ósló hefur hlutabréfavísitalan lækkað um 4,88%, Kaupmannahöfn 2,05%, Stokkhólmur 0,95% og Helsinki 1,27%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur lækkað um 1,48%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK