Hráolíuverð nálgast 69 dali tunnan

Reuters

Verð á hráolíu til afhendingar í desember hefur lækkað um 2,73 dali tunnan í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í morgun. Er tunnan nú seld á 69,45 dali. Virðist sem fjárfestar veðji frekar á samdrátt í olíunotkun vegna efnahagslægðarinnar heldur en hótanir OPEC ríkjanna um að draga umtalsvert úr framleiðslu.

Verð á hráolíu til afhendingar í nóvember lækkaði um 3,36 dali tunnan í New York í gærkvöldi og var lokaverðið 70,89 dalir tunnan.

Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í nóvember um 1,48 dali tunnan og er 68,24 dalir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK