Tapaði miklu á skuldabréfum íslenskra banka

Bandaríska stórfyrirtækið Loews Corp. tapaðí 137 milljónum dala, jafnvirði 16,5 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi. Fram kemur í tilkynningu um ársfjórðungsuppgjörið, að fyrirtækið hafi m.a. tapað 57 milljónum dala, jafnvirði 6,9 milljarða króna, á skuldabréfum sem íslenskir bankar gáfu út. Dótturfélag Loews, fjármálafélagið CNA, tapaði 65 milljónum dala, jafnvirði 8,2 milljarða króna, á skuldabréfum íslensku bankanna.

Þessi skuldabréf voru þó ekki einu fjárfestingarnar, sem Loews tapaði á því fyrirtækið tapaði 178 milljónum dala, jafnvirði  21,5 milljarða króna, á skuldabréfum bandarísku fasteignasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac, 58 milljónum dala á skuldabréfum sem bandaríski bankinn Washington Mutual og 21 milljón dala á skuldabréfum tryggingafélagsins American International Group Inc.

Loews Corp. rekur m.a. fjármálaþjónustu, hótel og er umsvifamikið í gas- og olíuleit og lagningu gasleiðslna. Eitt af dótturfélögum Loews er fjármálafélagið CNA, sem einnig tapaði miklu á kaupum á skuldabréfum annarra fjármálastofnana. Þannig tapaði CNA 198 milljónum dala á skuldabréfum húsnæðislánasjóða, 65 milljónum á skuldabréfum  Washington Mutual,  63 milljónum dala á skuldabréfum íslenskra banka og  23 milljónum dala á skuldabréfum AIG.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK