Félag Jóns Ásgeirs keypti fjölmiðla 365

Stjórn 365 samþykkti á stjórnarfundi í gær að selja alla fjölmiðla út úr fyrirtækinu til félagsins Rauðsólar, sem er  í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Með í kaupunum fylgir 36,5% hlutur í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins.

365 skiptist að mestu í tvo hluta, 365 miðla og Senu. Undir 365 miðla heyrir meðal annars rekstur Stöðvar 2, Bylgjunnar og Fréttablaðsins. Sena rekur nokkur kvikmyndahús og er stærsti útgefandi íslenskrar tónlistar hér á landi og umboðsaðili erlendrar tónlistar.

Útvarpið sagði, að stjórn móðurfélags 365 hafi fundað í gær og þar verið farið yfir stöðuna. Fyrir fundinum lá tilboð frá félaginu Rauðsól ehf., sem vildi greiða 365 einn og hálfan milljarð fyrir fjölmiðlahluta 365 og taka til viðbótar yfir rúmlega 2 milljarða af skuldum félagsins. Stjórn 365 samþykkti tilboðið með öllum greiddum atkvæðum nema einu en Árni Hauksson greiddi atkvæði gegn tillögunum og sagði sig úr stjórn 365 í kjölfarið. 

Í stjórn 365 voru Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Ármann, Pálmi Haraldsson, Árni Hauksson og  Þorsteinn M. Jónsson.

Tilkynnt var 10. október um sameiningu Árvakurs, Fréttablaðsins og Pósthússins. Samkævmt samningnum kom 365 hf. inn í hluthafahóp Árvakurs með 36,5% hlut. Samruninn var háður samþykki hluthafafunda félaganna og Samkeppniseftirlitsins sem liggur ekki fyrir enn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK