Óvissa um fjármögnun

Gísli Reynisson fer fyrir fjárfestingafélaginu Nordic Partners sem er umsvifamikið …
Gísli Reynisson fer fyrir fjárfestingafélaginu Nordic Partners sem er umsvifamikið í Austur-Evrópu og á Norðurlöndum. Billi/Brynjar Gunnarsson

„Hluti af fjármögnun kaupanna kom frá Landsbankanum sem hefur verið tekinn yfir af íslenska ríkinu [...] Við finnum fyrir pressunni og skiljum að fólk sé hugsi yfir því að íslenskir bankar hafi verið með í fjármögnuninni,“ segir Gísli Reynisson, eigandi fjárfestingafélagsins Nordic Partners.

Óvissu gætir nú um fjármögnun kaupa Nordic Partners á hótelunum D'Angleterre, Kong Fredrik og Front, og veitingastaðnum Copenhagen Corner, sem gengið var frá fyrir rúmlega ári síðan, samkvæmt frétt danska viðskiptavefsins buisness.dk. D'Angleterre hótelið er eitt frægasta hótel Norðurlanda og er í miðbæ Kaupmannahafnar.

Haft er eftir Gísla í samtali við buisness.dk, viðskiptavef Berlingske Tidende, að hann hafi ekki fengið upplýsingar frá hinum þjóðnýtta Landsbanka um að forsendur fyrir lánasamningum vegna kaupa hótelunum og veitingastaðnum, hafi breyst.

Berlingske segir, að rekstur hótelanna og fasteignar í  Amaliegade í Kaupmannahöfn hafi ekki gengið vel á þessu ári og tap sé á rekstrinum. Þá virðist sem svo, að Nordic Partners hafi greitt mun hærra verð en áður var talið. Félagið hafi nefnilega yfirtekið allar skuldir eignarhaldsfélags hótelanna og það þýði að kaupverðið sé mun hærra en þær 700 milljónir danskra króna, sem upphaflega var áætlað að Nordic Partners hafi greitt.

Frétt Berlingske Tidende

Frétt mbl.is um kaupin 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka