Vaki gerir 200 milljón króna samning

Nýlega gerði íslenska hátæknifyrirtækið Vaki leigusamning við fyrirtækið Marine Harvest að verðmæti 200 milljónir króna. Marine Harvest er stærsta laxeldisfyrirtæki heims með eldi í Noregi, Skotlandi, Chile og Canada. Um er að ræða viðbót við mikil viðskipti fyrirtækjanna sem staðið hafa til margra ára.

Samningurinn er um leigu á búnaði sem mælir stærð og vöxt fiska neðansjávar og hefur tæknin verið þróuð hjá Vaka undanfarin ár og er því algjörlega íslenskt hugverk.

Vaki telur að þessari nýja lausn, sem er sú fyrsta sinnar tegundar, skapi mikla vaxtarmöguleika fyrir fyrirtækið enda hefur fiskeldi í heiminum stóraukist síðustu ár, að því er segir í tilkynningu.

Færst hefur í vöxt að fyrirtækið geri samninga um leigu á búnaði, frekar en sölu, en þá felur samningurinn einnig í sér að Vaki sér um að þjónusta búnaðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK