Glitnir keypti ekki í Baugi

BOB STRONG

Glitnir keypti ekki hluti í breskum verslanakeðjum af Baugi, að sögn Gunnars Sigurðssonar, forstjóra Baugs Group. Viðskiptin sem áttu sér stað um mánaðamótin júlí/ágúst voru að hans sögn ákveðin útfærsla á lánafyrirgreiðslu sem fyrirtækið hefur hjá  bankanum.

Gunnar segir að frétt sem birtist í Morgunblaðinu í morgun og á mbl.is í framhaldinu um málið sé því röng. Hann segist ekki geta farið út í smáatriði samskiptanna enda séu öll viðskipti sem fyrirtækið eigi við bankana algert trúnaðarmál. Kveðst hann ósáttur við að einhver sem augljóslega viti ekki um hvað málið snúist sé að ræða um það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK