Carnegie missir starfsleyfið

Carnegie
Carnegie

Sænska fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi sænska fjárfestingarbankans Carnegie. Á vef Dagens Nyheter kemur fram að ríkissjóður hafi tekið yfir Carnegie og muni reka fyrirtækið áfram. Segir að viðskiptavinir Carnegie muni ekki skaðast af yfirtökunni.

 Á DN er haft eftir Erik Saers, framkvæmdastjóra fjármálaeftirlitsins að ríkissjóður hafi tekið yfir Carnegie og það komi til framkvæmda strax.

Líkt og greint var frá á mbl.is í morgun tókst helstu eigendum Carnegie um helgina að safna loforðum um nýtt hlutafé sem nemur 1,2 milljörðum sænskra króna. Þetta var  þó háð því, að sænska fjármálaeftirlitið svipti bankann ekki starfsleyfi.

Sænska fjármálaeftirlitið hefur að undanförnu skoðað hvort reglur hafi verið brotnar eftir að í ljós kom, að Carnegie lánaði einum viðskiptavini 1 milljarð sænskra króna og þurfti að afskrifa lánið á þriðja ársfjórðungi.

Samkvæmt hluthafalista sem birtur er á vef Dagens Industri þá er Böös & Enblad stærsti hluthafinn í Carnegie með 8,4%, Moderna Finance, sem er í eigu Milestone, fjárfestingafélags Karls Wernerssonar, á 6,4%. Harris Assocciates með 5,3% og Swedbank Robur með 4,8%. 

Þetta mun ekki hafa áhrif á starfsemi líftryggingafélagsins Max Matthiessen sem er í eigu Carnegie en verður nú í ríkiseigu. Eins verður ekki breyting á starfsemi félagsins í útlöndum.  Þegar búið verður að breyta eignarhaldi bankans þá verður starfsleyfi þess endurnýjað.

Verður boðað til hluthafafundar eins fljótt og auðið er og ný stjórn kjörin, samkvæmt tilkynningu frá Carnegie. Engin breyting verður á stjórnendateymi Carnegie. Sænska ríkið hyggst selja Carnegie í framtíðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK