Samdráttarskeið hafið á evrusvæðinu

Reuters

Nú liggur opinberlega fyrir að samdráttur er í efnahagslífi evrusvæðisins því að nýjustu tölur frá Evrópusambandinu (ESB) sýna að efnahagurinn skrapp saman um 0,2% á þriðja ársfjórðungi. Kemur þessi þróun í kjölfar 0,2% samdráttar fyrir tímabilið apríl til júní á þessu 15 ríkja svæði, sem saman hafa tekið upp evruna sem gjaldmiðil. Samdráttarskeið í efnahagslífi ríkja miðast almennt við að samdráttur mælist tvo ársfjórðunga í röð.

Samdráttarfréttirnar koma ekki á óvart enda liggur fyrir að samdráttarskeið er þegar hafið í tveimur af stærstu hagkerfum evrusvæðisins, þ.e. í Þýskalandi og á Ítalíu. BBC hefur eftir fréttaritara sínum í Þýskalandi að ljóst hafi mátt vera hvert stefndi.

Þjóðverjar hafi fengi ótíðindin í gær, fimmtudag, og þar sem Þýskaland sé drifkraftur efnahagskerfis Evrópu þá þýði vandræði þar óhjákvæmilega að önnur ríki svæðisins fylgi með í fallinu.

Tölurnar um efnahagsþróunina í Þýskalandi í gær, fimmtudag, sýndu að efnahagurinn hafði skroppið saman um 0,5% í kjölfar 0,4% samdráttar á öðrum ársfjórðungi.

Eins og komið hefur fram hér á vefnum þá skrapp efnahagur Spánar einnig saman á þriðja ársfjórðungi og er það í fyrsta sinn frá 1993 að samdráttar gæti þar í efnahagslífinu.

 Sérfræðingar segja ljóst að samdráttur í einkaneyslu og kreppa á húsnæðismarkaði muni draga efnahaginn niður á næsta ársfjórðungi sem þýðir þá að samdráttarskeið á Spáni rennur upp strax á nýju ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK