Fyrsti samdrátturinn í sjö ár

Verg landsframleiðsla dróst saman um 0,1% innan OECD ríkjanna
Verg landsframleiðsla dróst saman um 0,1% innan OECD ríkjanna Reuters

Verg landsframleiðsla dróst saman um 0,1% á þriðja ársfjórðungi í OECD ríkjunum. Er þetta í fyrsta skipti í sjö ár sem um samdrátt er að ræða á svæðinu samkvæmt upplýsingum frá efnahags- og framfarastofnuninni.

Í Bandaríkjunum nam samdrátturinn 0,1% og hefur landsframleiðslan ekki dregist þar saman í sjö ár. Í Japan var samdrátturinn 0,1% en hann var 0,9% á öðrum ársfjórðungi. Á evru-svæðinu var samdrátturinn 0,2%, sá sami og í fjórðungnum á undan.

Ef litið er til sjö helstu ríkja innan OECD er Frakkland eina landið þar sem verg landsframleiðsla jókst á þriðja ársfjórðungi eða um 0,1%. Í Þýskalandi, Ítalíu og Bretlandi er samdrátturinn 0,5% en á sama tímabili í fyrra var aukningin mest í Þýskalandi og Bandaríkjunum eða 0,8%

Atvinnuleysi er nánast alls staðar að aukast
Atvinnuleysi er nánast alls staðar að aukast AP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK