Heldur dregur úr olíuverðshækkun

Reuters

Verð á hráolíu hefur farið niður fyrir 53 dali tunnan í Asíu í morgun eftir að hafa hækkað um 4,57 dali tunnan í 54,50 dali á NYMEX markaðnum í New York í gærkvöldi. Í rafrænum viðskiptum í morgun hefur tunnan lækkað um 1,68 dali í 52,82 dali. Í Lundúnum hefur Brent Norðursjávarolía lækkað um 1,81 dal tunnan í 52,12 dali í morgun.

Það sem einkum skýrir hækkunina í gær er tilkynning fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna að stjórnvöld myndu koma bandaríska bankanum Citigroup til bjargar. Áður en tilkynnt var um björgunina óttuðust fjárfestar að bankinn myndi riða til falls. Hlutabréfamarkaðir lækkuðu niður úr öllu valdi og verð á hráolíu fór í rúma 49 dali tunnan, sem er lægsta hráolíuverð í tæp þrjú ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK