Sérlega meiðandi fullyrðingar

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að fullyrðingar um að LÍÚ hafi reynt að hindra lýðræðislega umræðu innan Samtaka atvinnulífsins séu „sérlega meiðandi.“ Kemur þetta fram í bréfi sem hann sendi Hrund Rudolfsdóttur, formanni Samtaka verslunar og þjónustu, að því er segir á vef LÍÚ.

Í niðurlagi bréfsins segir Friðrik: „Það er óásættanlegt að formaður SA skyldi ekki verða við þeirri beiðni þriggja stjórnarmanna að afgreiða málið í stjórn þar sem öll aðildarsamtök Samtaka atvinnulífsins eiga fulltrúa eða áheyrnarfulltrúa enda brýtur það gegn samþykktum samtakanna.  Það er jafnframt afar sérstakt að formaður og framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins skyldi hafna beiðni okkar um að aðildarfyrirtæki SA verði spurð um afstöðu þeirra til einhliða upptöku annars gjaldmiðils án inngöngu í Evrópusambandið. Þá finnst mér það ekki lýsa sérstaklega mikilli lýðræðisást að ekki megi spyrja aðildarfyrirtæki SA um það hvort þau vilja að SA beiti sér fyrir inngöngu í ESB þrátt fyrir að það þýði afsal á yfirráðum yfir fiskimiðunum við Ísland eins og við fórum fram á.”


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK