Mesta veltan með bréf Össurar

Kauphöllin
Kauphöllin Kristinn Ingvarsson

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,24% og endaði í 660,05 stigum. Hlutabréf í Alfesca hækkuðu mest, eða um 5,26% í viðskiptum sem námu 540.000 kr. Sem fyrr var mest velta með bréf Össurar og Marels, tveggja verðmætustu félaganna í Kauphöllinni.

Bréf í Marel hækkuðu um 4,66% í viðskiptum sem námu 134 milljónum króna. Bréf Össurar hækkuðu um 4,17% í rúmlega 160 milljóna króna viðskiptum. Bréf í Icelandair Group lækkuðu mest, eða um 2,82%. Heildarvelta með hlutabréf var rúmlega 321 milljón króna og heildarvelta með skuldabréf var 10,9 milljarðar króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK