Vísbendingar um alvarlega verðhjöðnun í Bandaríkjunum

Heildsöluverð hélt áfram að lækka í Bandaríkjunum í nóvember
Heildsöluverð hélt áfram að lækka í Bandaríkjunum í nóvember Reuters

Heildsöluverð lækkaði um 2,2% í Bandaríkjunum í nóvember en þetta fjórði mánuðurinn í röð sem það lækkar. Þykja þetta vísbendingar um að verðið eigi eftir að lækka áfram sem leiðir til alvarlegrar verðhjöðnunar. Í október lækkaði heildsöluverð um 2,8%. Er lækkunin nú í nóvember meiri heldur en sérfræðingar höfðu spáð.

Þrátt fyrir að lækkandi vöruverð hljómi vel í eyrum neytenda í byrjun þá getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagkerfið. Það þýðir að afkoma fyrirtækja sem og einstaklinga versnar og fasteignaverð lækkar. 

Á sama tíma og samdráttur eykst í Bandaríkjunum er talið líklegt að bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna muni lækka stýrivexti sína enn frekar á næsta vaxtaákvörðunardegi, 16. desember. Eru vextirnir nú 1% en er talið líklegt að þeir fari í 0,5%. Með því er þess vænst að neytendur auki eyðslu sem og fyrirtæki.

Í nóvember lækkaði orkuverð um 11,2% í Bandaríkjunum en það lækkaði um 12,8% í október. Þar skýrist einkum af 25,7% lækkun á bensínverði sem og lækkun á húshitunarkostnaði.

Engar breytingar urðu hins vegar á matvælaverði í vísitölu neysluverðs í nóvember eftir 0,2% lækkun í október.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK