Pólland fær lán hjá Alþjóðabankanum

Alþjóðabankinn hefur trú á aðgerðum ríkisstjórnar Donalds Tusk, forsætisráðherra Póllands.
Alþjóðabankinn hefur trú á aðgerðum ríkisstjórnar Donalds Tusk, forsætisráðherra Póllands. Reuters

Alþjóðabankinn hefur samþykkt að veita Pólverjum 975 milljóna evra lán, jafnvirði um 170 milljarða íslenskra króna, til að stuðla að endurbótum á efnahagslífi landsins. Segir í frétt AP-fréttastofunnar að lánið sé ekki veitt vegna fjármálakreppunnar í heiminum.

Haft er eftir talsmanni Alþjóðabankans í Póllandi, Jacek Wojciechowicz, að afgreiðsla lánsins hafi verið í undirbúningi frá því í sumar, eða áður en fjármálakreppan dreifðist um heiminn. Segir hann í fréttinni að lánið sé til vitnis um það traust sem Alþjóðabankinn hafi á þeim aðgerðum sem pólsk stjórnvöld hafi gripið til, í þeim tilgangi að treysta efanahagslífið.

Lánið verður meðal annars notað tili að bæta stjórnskipulagið í opinberum rekstri í Póllandi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK