KPMG í Danmörku viðurkennir mistök

Stein Bagger.
Stein Bagger.

EndurskoðunarfyrirtækiðKPMG hefur nú viðurkennt að gerð hafi verið mistök við endurskoðun reikninga fyrirtækja sem tengjast danska fyrirtækinu IT Factory. Fyrrum forstjóri fyrirtækins Stein Bagger er sakaður um umfangsmikil fjársvik.Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Talsmaður KPMG segir að komið hafi í ljós að mistök hafi verið gerð við mat fyrirtækisins á eigum fyrirtækisins Isl. Brg 75A sem Bagger á ásamt Asger Jensby en eina starfsemi þess var að reka íbúð á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn sem er eina eign fyrirtækisins.

Við yfirferð KPMG á reikningum fyrirtækisins var ekki gerð athugasemd við það þó verðgildi íbúðarinnar væri skráð helmingi hærra en kaupverð hennar eða þótt Asger Jensby væri skráður leigjandi hennar. Lög gera ráð fyrir að sérstaklega sé gerð grein fyrir slíkum tengslum eigenda og leigjenda við reikningsuppgjör en slíkt var ekki gert í þessu tilfelli.

KPMG í Danmörku sendi frá sér yfirlýsingu þann 22. dsember þar sem fram kom að fyrirtækið stæði við alla sína reikninga varðandi IT Factory og tengd fyrirtæki og  teldi þar allt hafa verið gert samkvæmt lögum og reglum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK